Samlíking
Æji, ljóta fluga!!
Geturðu ekki séð mig í friði?
Þú ert eins og slæm hugsun
sem ásækir mig endalaust.
Loks þegar ég held
að þú sért farin,
þá kemurðu aftur.
Þetta er samt
ekki góð samlíking.
Þú deyrð að lokum,
verður að mold
og hjálpar til við hringrás lífsins.
En hugsunin er ætíð til staðar.
Hún sveimar um
út í hið óendanlega
mér til ómælds ama.
skrifað af Runa Vala
kl: 13:24
|